google-site-verification: google3c606ddcaf8d0563.html

Gjaldskrá í Lífsgæðasetri St. Jó 2019

Grunngjöld eru eftirfarandi (ná í pdf útgáfu):

  1. Leiga skal greidd fyrirfram, gjalddagi er 1. hvers mánaðar og eindagi 5. hvers mánaðar og uppfærist leiguverð árlega skv. vísitölu neysluverðs í fyrsta skipti þann 1.janúar 2022.

  2. Leigutakar í Lífsgæðasetri St. Jó njóta afsláttarkjara af langtímaleigu á viðburðarsölum.

  3. Lágmarksleiga fyrir viðburðar rými er 4 klst eða ½ dagur og miðast við dagvinnutíma, 8-17 virka daga. Sé óskað eftir leigu á rými utan þess tíma leggst viðbótargjald vegna vinnu starfsmanns. Viðburðahald takmarkast að jafnaði við klukkan 21:00 alla daga vikunnar. Salurinn leigist undantekningarlaust með starfsmanni utan dagvinnutíma.

  4. Leiga vegna viðburða greiðist eigi síðar en 15 dögum að viðburði loknum. 

  5. Leigjendur skrifstofurýma greiða til viðbótar við leigugjald hlutfallslegan rekstarkostnað. Er þar átt við hita, rafmagn, ræstingu, öryggisgæslu, sorphirðu, Internet, kaffikostnað o.þ.h.

Hafnarfjarðarbær áskilur sér rétt til að endurskoða leiguverð að þremur árum liðnum eða þegar húsið er komið í fullan rekstur.

Samþykkt í bæjarstjórn 9.janúar 2019